Birgir Leifur T-34 e. 2. dag í Finnlandi!
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tekur nú þátt í móti Áskorendamótaraðar Evrópu, Gant Open í Finnlandi.
Hann lék á 2 yfir pari, 73 höggum á 2. keppnisdegi og er því samtals búinn að spila á 140 höggum (67 73).
Birgir Leifur komst í gegnum niðurskurð í dag.
Áskorendamótaröðin er næst sterkasta mótaröð atvinnukylfinga í Evrópu og er þetta sjöunda mótið sem Birgir Leifur tekur þátt í. Hann hefur náð fimmta og áttunda sæti á þessari leiktíð en hann er í 81. sæti styrkleikalistans.
Sjá má stöðuna á Gant Open e. 2. keppnisdag með því að SMELLA HÉR:
„Það gekk vel í gær með lengdarstjórnunina í innáhöggunum í gær og ég var í mörgum fuglafærum og púttaði vel. Í dag gekk mér illa að átta mig á vindinum og ég hitti ekki nógu margar flatir í innáhöggunum. Það er oft erfitt að koma sér í góða stöðu ef maður hittir ekki þessar flatir en þær eru frekar litlar og mikill kargi í kringum þær. Völlurinn er vel settur upp, verðlaunar fyrir góð högg og refsar fyrir þau slæmu. Ég þarf að gefa allt í þetta um helgina,“ sagði Birgir Leifur í viðtali við við golf.is
Það er að miklu að keppa þar sem stigahæstu kylfingarnir í lok keppnistímabilsins fá keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni á næsta tímabili. Þeir sem eru í sætum 1.-20. á stigalistanum í lok keppnistímabilsins fá keppnisrétt á sjálfri Evrópumótaröðinni, þeir sem eru í sætum 21.-45. fara beint inn í lokaúrtökumótið í haust fyrir Evrópumótaröðina, þeir sem eru 46.-90. sæti stigalistans fara beint inn á annað stig úrtökumótsins.
Sjötíu stigahæstu kylfingarnir í lok leiktíðar tryggja sér keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni á næsta ári og þeir sem eru í sætum 71.-120 eru nánast með fullan keppnisrétt. Birgir Leifur er í 81. sæti stigalistans þessa stundina og hann getur bætt stöðu sína á þeim lista með góðum árangri í Finnlandi. Þetta er reyndar besti árangur Birgis á stigalista Áskorendamótaraðarinnar en hann hefur leikið á Áskorendamótaröðinni frá árinu 1999.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
