Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2015 | 15:00

Birgir Leifur T-2 e. 1. dag á Las Colinas – Á glæsilegum 66!!!

Birgir Leifur Hafþórsson GKG náði þeim glæsilega árangri að vera í jafn í 2. sæti eftir 1. hring úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina.

Úrtökumótið fer fram á Las Colinas Golf & CC í Alicante, draumavelli allra kylfinga.

Birgir Leifur spilaði 1. hringinn á glæsilegum 5 undir pari 66 höggum, fékk 1 örn, 4 fugla og 1 skolla.

Þrír aðrir kylfingar deila 2. sætinu með Birgi Leif, en í efsta sæti er Philipp Mejow frá Þýskalandi, en hann lék á 7 undir pari, 64 höggum.

Glæsileg frammistaða hjá Birgi Leif og nú er bara að vona að framhald verði á næstu 3 daga!!!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Las Colinas SMELLIÐ HÉR: