Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2014 | 12:30

Birgir Leifur sýnir sitt rétta andlit á 3. hring úrtökumótsins

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, er nú að spila 3. hring sinn á PGA Catalunya golfvellinum í Girona á Spáni á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina.

Hann er að spila Stadium golfvöllinn og er búinn að spila á 3 undir pari, eftir 12 holur.

Hann virðist nú loks vera að sýna sitt rétta andlit eftir heldur erfiða byrjun og vonandi að hann haldi út næstu 6 holur, bæti við fuglum og fljúgi upp skortöfluna.

Hugurinn er allur hjá Birgi Leif og vonandi að honum gangi sem best og nái að snúa vonlítilli stöðu við!!!

Til þess að fylgjast með Birgi Leif og stöðunni á úrtökumótinu í Girona SMELLIÐ HÉR: