Birgir Leifur spilar á 2. úrtökumóti Evrópumótaraðarinnar á Costa Ballena
Birgir Leifur Hafsteinsson, GKG, spilar á 2. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina, dagana 2. – 5. desember. Spilað er samtímis á 4 völlum á Spáni:
1. Costa Ballena, Cadiz.
2. Las Colinas, Alicante.
3. El Valle, Murcia.
4. La Manga, Cartagena.
Birgir Leifur valdi að spila á Costa Ballena keppnisvellinum, sem mörgum Íslendingnum er að góðu kunnur, m.a. vegna Golfskóla Magnúsar og Harðar, sem starfræktur hefir verið þar um árabil.
Golf 1 mun vera með kynningu á öllum golfvöllum 2. stigs úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina og verður að sjálfsögðu byrjað hér á eftir á vellinum sem Birgir Leifur valdi sér: Costa Ballena.
Birgir Leifur slapp við að spila á 1. stigi úrtökumótsins, vegna þess að hann var með keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni. Nú í ár spreyttu 2 Íslendingar sig á 1. stiginu s.s. öllum er í fersku minni: Þórður Rafn Gissurarson, GR og Ólafur Már Sigurðsson, GR í Fleesensee 20.-23. september s.l. Keppendur á 1. stigi voru u.þ.b. 710 í 9 mótum og þar af komust u.þ.b. 25% eða 180 á 2. stigið.
Á 2. stigi Q-school er búist við að þátttakendur verði u.þ.b. 310 (þ.e. við þá 180 sem komust upp af 1. stiginu bætast m.a. þeir við sem hafa keppnisrétt á Áskorendamótaröðini). Af 2. stiginu fara síðan um 25%, eða u.þ.b. 80 á 3. og lokaúrtökumót Q-school Evrópumótaraðinnar, sem er 6 hringja erfitt lokamót, haldið 10.-15 desember á PGA Catalunya golfvellinum í Girona á Spáni.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024