
Birgir Leifur spilar á 2. úrtökumóti Evrópumótaraðarinnar á Costa Ballena
Birgir Leifur Hafsteinsson, GKG, spilar á 2. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina, dagana 2. – 5. desember. Spilað er samtímis á 4 völlum á Spáni:
1. Costa Ballena, Cadiz.
2. Las Colinas, Alicante.
3. El Valle, Murcia.
4. La Manga, Cartagena.
Birgir Leifur valdi að spila á Costa Ballena keppnisvellinum, sem mörgum Íslendingnum er að góðu kunnur, m.a. vegna Golfskóla Magnúsar og Harðar, sem starfræktur hefir verið þar um árabil.
Golf 1 mun vera með kynningu á öllum golfvöllum 2. stigs úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina og verður að sjálfsögðu byrjað hér á eftir á vellinum sem Birgir Leifur valdi sér: Costa Ballena.
Birgir Leifur slapp við að spila á 1. stigi úrtökumótsins, vegna þess að hann var með keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni. Nú í ár spreyttu 2 Íslendingar sig á 1. stiginu s.s. öllum er í fersku minni: Þórður Rafn Gissurarson, GR og Ólafur Már Sigurðsson, GR í Fleesensee 20.-23. september s.l. Keppendur á 1. stigi voru u.þ.b. 710 í 9 mótum og þar af komust u.þ.b. 25% eða 180 á 2. stigið.
Á 2. stigi Q-school er búist við að þátttakendur verði u.þ.b. 310 (þ.e. við þá 180 sem komust upp af 1. stiginu bætast m.a. þeir við sem hafa keppnisrétt á Áskorendamótaröðini). Af 2. stiginu fara síðan um 25%, eða u.þ.b. 80 á 3. og lokaúrtökumót Q-school Evrópumótaraðinnar, sem er 6 hringja erfitt lokamót, haldið 10.-15 desember á PGA Catalunya golfvellinum í Girona á Spáni.
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster