Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2011 | 05:00

Birgir Leifur spilaði á 70 höggum 4. dag úrtökumóts fyrir PGA – Komst ekki áfram

Birgir Leifur Hafþórsson komst ekki áfram á lokaúrtökumót PGA, sem fram fer í Flórída í desember n.k. Hann spilaði 4. og síðasta hring á 2. stigi úrtökumóts PGA á 70 höggum, spilaði skollafrítt og fékk 1 fugl; en það dugði ekki, því aðeins 20 efstu af 73 þátttakendum komust áfram.  Birgir Leifur var á samtals 283 höggum (70 67 76 70) og lenti í 44. sæti ásamt 6 öðrum. Sá sem varð í 1. sæti Eric Flores spilaði á samtals 268 höggum og þeir heppnu sem urðu jafnir í 18. sæti spiluðu á 276 höggum. Birgir Leifur hefði því þurft að spila samtals 7 höggum betur til þess að tryggja sig áfram og ljóst að 3. hringurinn, upp á 76 högg hefir í því efni reynst dýrkeyptur.

Niðurskurðurinn var miðaður við að spila á samtals -8 undir pari, sem þýðir að hver hringur hefði þurft að spilast á 69 höggum til þess að tryggja sér öruggt sæti áfram.

Til þess að sjá úrslit á lokaúrtökumótinu smellið HÉR: