Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2011 | 20:30

Birgir Leifur spilaði á -1 undir pari á 1. degi úrtökumóts PGA í Flórída

Birgir Leifur lauk við að spila fyrsta hring á úrtökumótinu fyrir PGA mótaröðina, sem fram fer í Plantation í Flórída. Birgir Leifur spilaði á -1 undir pari, 70 höggum og er sem stendur T-44, þ.e. deilir 44. sætinu með 16 öðrum þ.á.m. Gangajeet Bhullar frá Indlandi og Michael Sims frá Bermúda.  Birgir Leifur fékk 4 fugla og 3 skolla á hringnum. Skorin voru gríðarlega lág í dag, fimm eru í efsta sæti, spiluðu allir á 64 höggum í dag.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag úrtökumótsins smellið HÉR: