Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1. Birgir Leifur og Ólafur Björn báðir á pari eftir 1. dag í Charlotte
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson, NK taka nú þátt í The Championship at Ballantyne Country Club, sem er mót á eGolf Professional Tour. Spilað er á golfvelli Ballantyne CC, í Charlotte, Norður-Karólínu.
Báðir luku leik á parinu eftir 1. hring, þ.e. 72 höggum. Birgir Leifur fékk 3 fugla, 13 pör, 1 skolla og 1 skramba á hring sínum en Ólafur Björn fékk 3 fugla, 12 pör og 3 skolla á sínum hring.
Aðstæður til golfleiks voru erfiðar vegna mikilla rigninga, sbr. færslu Ólafs Björns á facebook síðu sína:
„Vindurinn og bleytan stríddi mér svolítið (Í gær), ég fann margar glompur og þurfti þar nokkrum sinnum að láta boltann falla úr vatni sem fyrir hafði safnast, en það gerði höggin síður en svo auðveldari. Annars frekar tíðindalítill hringur, mörg ágæt högg en ég á meira inni. Mótið líklega stytt í 2 hringi og ég spila væntanlega ekki næsta hring fyrr en á fimmtudagsmorgun. (Í dag) tekur við góð æfing, góð hvíld og ég set mig í stellingar fyrir lágt skor á líklegum lokahringnum.“
Til þess að sjá stöðuna á The Championship at Ballantyne Country Club SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
