Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2017 | 07:00

Birgir Leifur með risastökk á heimslistanum

Birgir Leifur Hafþórsson, sjöfaldur Íslandsmeistari í golfi, tók risastökk á heimslistanum í golfi sem var uppfærður að venju í upphafi vikunnar.

Birgir Leifur, sem keppir fyrir hönd GKG, fór upp um 448 sæti á heimslistanum eftir sigur hans á Corden Open á Áskorendamótaröð Evrópu s.l. sunnudag, 3. september 2017.

Birgir Leifur er í 415. sæti heimslistans.

Hann hefur aldrei verið ofar á heimslistanum á 20 ára atvinnumannaferli.

Hann náði 656. sæti árið 2007 þegar hann var með keppnisrétt á Evrópumótaröðinni.

Sjá má heimslistann með því að SMELLA HÉR: 

Texti: GSÍ