Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2013 | 19:00

Birgir Leifur með 73 högg 2. daginn

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tekur þátt í  II. stigi úrtökumóts fyrir Web.com mótaröðina, sem hófst í gær.

Leikið er á Southern Hills Plantation vellinum í Flórída, dagana 19.-22. nóvember, en alls eru mótin á II. stigi, sex.

19 efstu og þeir sem eru jafnir í 19. sæti halda áfram á lokaúrtökumótið.

Því miður gekk ekki eins vel 2. daginn hjá Birgi Leif og í upphafi.  Hann lék á 1 yfir pari, 73 höggum í dag og er því samtals búinn að spila á 2 undir pari, 142 höggum (69 73).

Birgir Leifur fékk 3 skolla og 2 fugla og er 4 höggum á eftir þeim sem eru í 12.-19. sæti, en 19 efstu komast áfram í lokaúrtökumótið, eins og sagði.

En… það er nóg af golfi eftir og vonandi að Birgir Leifur eigi frábæra 2 hringi það sem eftir er!!!

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag úrtökumótsins á Southern Hills Plantation SMELLIÐ HÉR: