Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2011 | 20:30

Birgir Leifur lauk leik á Costa Ballena á 71 höggi og í 42. sæti – kemst ekki áfram á lokaúrtökumótið

Birgir Leifur lauk leik á 2. stigi úrtökumótsfyrir Evrópumótaröðina í dag á Costa Ballena. Hann spilaði á 71 höggi og endaði í 42. sæti og er því úr leik að þessu sinni. Alls spilaði Birgir á – 1 undir pari, samtals 287 höggum (77 71 68 71). Alls deildu 7 42. sætinu þ.á.m. áhugamaðurinn Peter Uihlein, sem eitt sinn var áhugamaður nr. 1 í heiminum.

Frakkinn Guillaume Cambis og Englendingurinn Luke Goddard deildu 1. sætinu voru á samtals -16 undir pari þ.e. 272 höggum samtals hvor.

Til þess að sjá úrslitin á Costa Ballena smellið HÉR: