Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2015 | 18:00

Birgir Leifur lauk keppni T-42!

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tók þátt í Swiss Challenge, en mótið fór fram í Lucerne, Sviss og er hluti af evrópsku Áskorendamótaröðinni.  Mótinu lauk í dag.

Birgir Leifur lék samtals á 1 undir pari, 283 höggum (72 69 70 72).

Fara þurfti fram bráðabani til þess að knýja fram úrslit en tveir voru efstir og jafnir eftir hefðbundinn 72 holu leik: þeir Gary Boyd og Daníel IM!  Báðir höfðu spilað á samtals 11 undir pari, hvor.

Par-4 18. hola Golf Sempachersee golfvallarins var spiluð aftur og þar fékk IM fugl en Boyd tapaði var með skolla!

Sjá má lokastöðuna á Swiss Challenge með því að SMELLA HÉR: