Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2014 | 19:00

Birgir Leifur lauk keppni í 8. sæti á Willis Masters

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lauk keppni í 8. sæti í Willis Masters, sem er hluti Nordic League mótaraðarinnar.

Birgir Leifur lék samtals  á  11 undir pari, 205 höggum (67 68 70).

Á lokahringnum fékk Birgir Leifur glæsiörn á par-5 3. braut Kokkedals vallarins, 3 fugla, 1 skolla og 1 skramba, lék sem sagt á 2 undir pari, 70 höggum.

Það var Svíinn Oscar Zetterwall sigraði á samtals 15 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Willis Masters SMELLIÐ HÉR:  (Veljið Scores)