Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2014 | 14:30

Birgir Leifur lauk keppni í 5. sæti … og floginn inn á 2. stig úrtökumótsins f. Evrópumótaröðina!

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik Birgir Leifur Hafþórsson, GKG lauk keppni í dag á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina, sem fram fór í Ribagolfe, Portúgal.

Birgir Leifur lék samtals á 8 undir pari, 280 höggum (69 70 69 72) og deildi 5. sæti með 2 öðrum: Spánverjanum Gabriel Canizares og Frakkanum Reinier Saxton.

Stórglæsilegt hjá Birgi Leif og löngu ljóst að hann flýgur inn á 2. stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina.

Í 1. sæti varð Spánverjinn Alfredo Garcia-Heredia á samtals 11 undir pari, en sjá má kynningu Golf 1 á honum með því að  SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna í Ribagolfe SMELLIÐ HÉR: