Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2014 | 17:45

Birgir Leifur komst ekki áfram

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, komst ekki í gegnum 4 hringja niðurskurð og var því ekki meðal efstu 70, sem halda áfram að spila í lokaúrtökumótinu um efstu 25 sætin.

Birgir Leifur lék á 72 höggum í dag, fékk 1 fugl og 3 skolla.

Samtals lék Birgir Leifur á 3 yfir pari, 287 höggum (74 73 68 72) og hafnaði í 101. sæti af 156 þátttakendum.

Þeir sem voru á samtals 1 undir pari, komust í gegnum niðurskurð og fá að spila 2 hringi til viðbótar og munaði því 4 höggum á að Birgir Leifur næði að vera í þeim hóp.

Til þess að sjá stöðuna á lokaúrtökumótinu eftir 4. hring SMELLIÐ HÉR: