Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2011 | 20:15

Birgir Leifur komst áfram á 2. stig PGA úrtökumótsins! – Spilaði á 74 höggum og varð í 18. sæti

Birgir Leifur Hafþórsson, sem hefir verið að spila á úrtökumóti fyrir PGA mótaröðina undanfarna 4 daga í Pinehurst, Norður-Karólínu, lauk leik í dag á 74 höggum.  Samtals spilaði Birgir Leifur því á 290 höggum (73 70 73 74) og deildi 18. sætinu með 3 öðrum.

Birgir Leifur tryggði sér þar með öruggt sæti á 2. stigi úrtökumóts PGA. Glæsilegt!!!

Í 1. sæti þessa 1. stigs úrtökumótsins fyrir PGA varð Kanadamaðurinn Richard Scott og Spánverjinn Alfredo Garcia Heredia er líka kominn áfram en hann deildi 13. sætinu með öðrum.

Sjá má lokaúrslit í úrtökumótinu í Pinehurst með því að smella HÉR: