Birgir Leifur íþróttakarl ársins 2017 í Kópavogi
Hér er þörf að bæta úr – því einhvern veginn hefir það farið framhjá Golf 1 að Birgir Leifur Hafþórsson var kjörinn íþróttakarl ársins í Kópavogi 2017!
Svona til upprifjunar voru Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur úr GKG og Fanndís Friðriksdóttir knattspyrnukona úr Breiðabliki kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2017. (Móðir Fanndísar, Nanna Leifsdóttir (á mynd) tók við verðlaununum f.h. dóttur sinnar).
Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Íþróttamiðstöðinni Kórnum 11. janúar sl. Fengu þau að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs afhenti þeim hvoru um sig 200 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá Kópavogsbæ.
Birgir Leifur og Fanndís voru valin úr hópi 42 íþróttamanna sem fengu viðurkenningu íþróttaráðs eftir tilnefningar frá íþróttafélögunum í bænum.
Í forsendum fyrir vali á Birgi Leif var sagt:
„Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur náði sínum besta árangri á ferlinum hingað til þegar hann sigraði á Cordon golf Open mótinu í Frakklandi síðast liðið sumar. Mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu (Challenge Tour), sem er næst efsta deild atvinnumennskunnar í golfheiminum í dag. Með sigrinum tryggði Birgir Leifur sér þátttökurétt á 12 mótum á næstu tveimur leiktíðum Evrópumótaraðarinnar (European Tour). Hér heima leiddi Birgir Leifur sveit GKG til sigurs í Íslandsmóti golfklúbba, í fyrsta sinn síðan 2012 og í fimmta sinn alls. Enginn íslenskur kylfingur hefur náð jafngóðum árangri og Birgir Leifur, og því óhætt að segja að Birgir Leifur sé enn í framför eftir 20 ár í atvinnumennsku í golfi.“
Aðrir kylfingar sem hlutu viðurkenningar voru: Hulda Clara Gestsdóttir og Sigurður Arnar Garðarsson í flokki 13-16 ára og karlasveit GKG, sem varð Íslandsmeistari klúbbliða 2017 en hana skipuðu: Aron Snær Júlíusson, Birgir Leifur Hafþórsson, Egill Ragnar Gunnarsson, Haukur Már Ólafsson, Jón Gunnarsson, Ragnar Már Garðarsson og Sigurður Arnar Garðarsson.

Karlasveit GKG – Íslandsmeistari klúbbliða 2017. F.v.: Haukur Már, Jón, Ragnar Már, Ólafur Björn, Sigurður Arnar og Birgir Leifur. Á myndina vantar: Aron Snæ og Egil Ragnar.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
