Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2011 | 20:45

Birgir Leifur var á 73 höggum í Pinehurst

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hóf leik í dag á úrtökumóti fyrir PGA, sem fram fer dagana 25.-28. október 2011 á Magnolia golfvellinum í Pinewild Country Club of Pinehurst í Norður-Karólínu.  Þátttakendur eru 76 og keppa þeir um að verða í  20% hóp, sem kemst á næsta stig úrtökumótsins.  Talið er að um 15-16 kylfingar nái á næsta stig. Birgir kom inn á + 1 yfir pari, þ.e. 73 höggum og deilir  26. sætinu með 12 öðrum eftir 1. dag.

Brent Delahoussaye

Þetta úrtökumót er býsna sterkt. Í holli með Birgi Leifi í dag var Brent Delahoussaye, frá Suður-Karólínu, sem spilaði á PGA mótaröðinni 2010 (náði m.a. eftirminnilegu glæsiskori, 62 höggum, á RBC Canadian Open í fyrra), en hefir verið að spila í 2. deild í ár, þ.e. Nationwide mótaröðinni. Hann var áður m.a. á Hooters mótaröðinni, þar sem hann á að baki 1 sigur. Brent var á sama skori og Birgir, 73 höggum.

Hinn spilafélagi Birgis Leifs í dag var  Leandro Marelli frá Argentínu, sem er nr. 1006 á heimslistanum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á PGA úrtökumótinu í Pinehurst smellið HÉR: