Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2012 | 23:00

Birgir Leifur í 33. sæti eftir 1. dag 2. stigs PGA úrtökumótsins

Birgir Leifur „okkar“ Hafþórsson, atvinnumaður í GKG, hóf í dag keppni á 2. stigi úrtökumóts fyrir PGA Tour 2013.

Keppt er á Plantation Preserve Golf Course & Club, í Plantation, í Broward sýslu, í Suður-Flórída. Sjá má heimasíðu golfstaðarins með því að SMELLA HÉR: 

Birgir Leifur kom inn á 1 undir pari, 70 höggum og er sem stendur í 33. sæti, sem hann deilir ásamt 4 öðrum kylfingum.  Hann byrjaði á 10. teig í dag og fékk tvo fugla (á 14. og 1. braut)  og 1 skolla (á 5. braut).

Í efsta sæti eru tveir bandarískir kylfingar Rob Oppenheim og Kris Blanks á 8 undir pari.

Meðal keppenda eru og margir þekktir kylfingar þ.á.m. Manuel Villegas, bróðir Camilo Villegas, en Manuel spilaði fyrsta hring á 4 undir pari, 67 höggum og er T-7.  Frægari bróðirinn, Camilo dró sig úr mótinu, en upphaflega stóð til að þeir bræður berðust um sæti á undanúrtökumóti PGA Tour.

Golf 1 óskar Birgi Leif góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á 2. stigi PGA Tour úrtökumótsins SMELLIÐ HÉR: