Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2014 | 20:00

Birgir Leifur í 3. sæti í Portúgal e. 2. dag

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG tekur þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina en mótið fer fram í Ribagolfe, í Portugal.

Birgir Leifur er búinn að spila á samtals 5 undir pari, 139 höggum (69 70) og deilir 3. sæti eftir 2 leikna hringi, ásamt þeim Carlos Rodiles frá Spáni, Jonathan Fly frá Bandaríkjunum og Cyril Suk frá Tékklandi.

Í efsta sæti er Raphaël de Soussa frá Sviss á samtals 7 undir pari, aðeins 2 höggum á undan Birgi Leif.

Allt lítur vel út hjá Birgi Leif á þessari stundu og vonandi að svo verði áfram!

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag í Ribagolfe SMELLIÐ HÉR: