Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2014 | 17:00

Birgir Leifur í 16. sæti e. 3. daginn í Valencía

Íslensku keppendurnir 3 á 2. stigi úrtökumótsins á El Saler vellinum í Valencía, á Spáni hafa allir lokið keppni, í dag á 3. degi mótsins.

Íslensku keppendurnir: Ólafur Björn, NK; Þórður Rafn, GR og Birgir Leifur, GKG. Mynd: golf.is

Íslensku keppendurnir: Ólafur Björn, NK; Þórður Rafn, GR og Birgir Leifur, GKG. Mynd: golf.is

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lék best Íslendinganna í dag var á sléttu pari, 72 höggum og er sem stendur T-16 þ.e. deilir 16. sætinu með 2 öðrum kylfingum.

Í dag fékk Birgir Leifur 4 fugla og 4 skolla, slétt par árangurinn.  Birgir Leifur dansar á línunni að komast áfram á lokastigið en 17 efstu af þessu úrtökumóti, sem er 1 af 4 á 2. stiginu,  fá að spila á lokaúrtökumótinu.

Ólafur Björn Loftsson, NK, er sem stendur í 48. sæti, er samtals búinn að spila á 7 yfir pari,  223 höggum  (75 71 77), en hann átti vonbrigðahring upp á 5 yfir pari í dag.

Þórður Rafn Gissurarson, GR, bætti sig um 2 högg frá 2. deginum og er búinn að spila á samtals 19 yfir pari (83 77 75) og er í neðsta sæti.

Til þess að sjá stöðuna á El Saler á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: