Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2011 | 23:20

Birgir Leifur í 11. sæti þegar PGA úrtökumótið er hálfnað

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, átti glæsilegan hring upp á -2 undir pari, þ.e. 70 högg á Magnolia golfvellinum í Pinehurst í dag. Birgir Leifur fékk 4 fugla og 2 skolla. Hann er samtals búinn að spila á 143 höggum (73 70) og deilir 11. sætinu með 3 öðrum.  Efstu 20% þ.e. 15-16 efstu, komast áfram á næsta stig úrtökumótsins.

Golf 1 óskar Birgi Leif góðs gengis á morgun.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á PGA úrtökumótinu í Pinehurst smellið HÉR: