Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2014 | 18:15

Birgir Leifur í 1. sæti í Portúgal!!!

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG tekur þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina en mótið fer fram í Ribagolfe, í Portugal.

Birgir Leifur er búinn að spila á samtals 8 undir pari, 208 höggum (69 70 69) og deilir 1. sæti eftir 3 leikna hringi, með  Alfredo Garcia Heredia.

Sjá kynningu Golf 1 á Garcia Heredia með því að SMELLA HÉR:

Stórglæsilegt hjá Birgi Leif og löngu ljóst að hann flýgur inn á 2. stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag í Ribagolfe SMELLIÐ HÉR: