Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2011 | 09:00

Birgir Leifur hefur leik á Costa Ballena í dag

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hefur leik í úrtökumóti á 2. stigi Evrópumótaraðarinnar á Costa Ballena í dag. Annað stig úrtökumótsins er spilað á 4 völlum víðsvegar um Spán í dag: Costa Ballena (sjá kynningu Golf 1 á vellinum HÉR:); El Valle (sjá kynningu Golf 1 á vellinum HÉR:); La Manga (sjá kynningu Golf 1 á vellinum HÉR:) og Las Colinas (sjá kynningu Golf 1 á vellinum HÉR:)

Costa Ballena 27 holu golfvöllinn hannaður af Jose Maria Olazabal, kannast margir Íslendingar við, bæði afreks- sem aðrir, en íslenska landsliðið hefir verið við æfingar í Costa Ballena, sem og þúsundir annarra Íslendinga sem margir hverjir hafa stigið sín fyrstu skref í golfíþróttinni þar í golfkskóla hjá Herði, Magnúsi og Ragnhildi.

Golf 1 óskar Birgi Leif góðs gengis í dag!