Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2015 | 15:00

Birgir Leifur fór upp um 10 sæti á lokaúrtökumótinu á 3. degi

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, fór upp um 10 sæti í dag – var T-125 en er nú T-115, sem er bæting, en alls taka 155 gríðarsterkir kylfingar, sem flestir hafa spilað á Evrópumótaröðinni þátt í úrtökumótinu.

Birgir Leifur þarf að vera meðal efstu 25 til þess að hljóta sæti á Evrópumótaröðinni og þyrfti að ná upp 13 höggum eins og staðan er núna.

Það gæti gerst ef baráttuviljinn og bjartsýnin er fyrir hendi; ef Birgir á geysigóða 3 lokahringi og hinum verður eitthvað á.

Auðvitað má ekki hugsa svona, en við viljum sjá Birgi Leif áfram.  Málið er …. í þessari stöðu er allt mögulegt enn!

Áfram Birgir Leifur!!!

Til þess að sjá stöðuna á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina á PGA Catalunya SMELLIÐ HÉR: