Birgir Leifur á glæsilegum 68 höggum á 3. degi úrtökumótsins á Costa Ballena
Birgir Leifur lauk 3. hring á 2. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina á 68 höggum. Glæsilegt! Þetta er skorið sem maður vildi hafa séð Birgi Leif á alla dagana þrjá. Og hann er svo sannarlega búinn að berjast upp úr 72. sætinu, sem hann var í eftir óheillaskorið 1. daginn í 42. sætið í dag. Birgir Leifur er á samtals sléttu pari nú, samtals 216 höggum (77 71 68).
Fyrsta sætinu í mótinu nú deila Daninn Thomas Nörret, sem spilar á Evrópumótaröðinni og Argentínumaðurinn Emiliano Grillo. Hinn 19 ára gamli Emiliano býr í Bradenton, Flórída og sigraði m.a. á Junior World Golf Championships í júlí fyrir 2 árum á móti bandaríska AGJA (American Gof Junior Association).
Báðir eru á skori upp á -13 dagana þrjá. Þeir sem eru T-18 og myndu ná að krækja sér í sæti á lokaúrtökumótið eru á samtals -5 undir pari. Það er ekki öll nótt úti enn – Birgir Leifur á enn möguleika á sæti í lokaúrtökumótið með góðu skori á morgun… helst 3 höggum betur en í dag.
Golf 1 óskar Birgi Leif góðs gengis lokahringinn!
Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Costa Ballena smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024