Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2011 | 16:15

Birgir Leifur á glæsilegum 68 höggum á 3. degi úrtökumótsins á Costa Ballena

Birgir Leifur lauk 3. hring á 2. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina á 68 höggum. Glæsilegt! Þetta er skorið sem maður vildi hafa séð Birgi Leif á alla dagana þrjá. Og hann er svo sannarlega búinn að berjast upp úr 72. sætinu, sem hann var í eftir óheillaskorið 1. daginn í 42. sætið í dag. Birgir Leifur er  á samtals sléttu pari nú, samtals 216 höggum (77 71 68).

Fyrsta sætinu í mótinu nú deila Daninn Thomas Nörret, sem spilar á Evrópumótaröðinni og Argentínumaðurinn Emiliano Grillo. Hinn 19 ára gamli Emiliano býr í Bradenton, Flórída og sigraði m.a. á Junior World Golf Championships í júlí fyrir 2 árum á móti bandaríska AGJA (American Gof Junior Association).

Argentínumaðurinn Emiliano Grillo leiðir á 2. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina á Costa Ballena, ásamt Dananum Thomas Nörret.

Báðir eru á skori upp á -13 dagana þrjá. Þeir sem eru T-18 og myndu ná að krækja sér í sæti á lokaúrtökumótið eru á samtals -5 undir pari. Það er ekki öll nótt úti enn – Birgir Leifur á enn möguleika á sæti í lokaúrtökumótið með góðu skori á morgun… helst 3 höggum betur en í dag.

Golf 1 óskar Birgi Leif góðs gengis lokahringinn!

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Costa Ballena smellið HÉR: