
Birgir Leifur á 77 höggum á 1. degi á Costa Ballena
Það gekk ekki vel hjá Birgi Leif á 1. degi 2. stigs úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina, sem fram fer nú um helgina í Costa Ballena Ocean Club nálægt Rota á Suður-Spáni. Birgir Leifur kom í hús á +5 yfir pari og er í næstneðsta sæti því 72 af 74 keppendum.
Birgir fór afar illa af stað, fékk skolla á upphafsbraut sinni 10. brautinni og síðan skramba á 14. par-3, sem margir hafa átt í vandræðum með og annan skramba á 18. braut. Á seinni 9 gekk betur, þá fékk Birgir 3 fugla en því miður líka 3 skolla og því +5 yfir pari lokaniðurstaðan.
Það eru 3 sem verma 1. sæti á Costa Ballena Q-school, allt fremur þekktir kylfingar: Spánverjinn Pedro Oriol og Ástralinn Wade Ormsby komust í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar í fyrra og hafa verið að spila á Evrópumótaröðinni í ár. Bandaríkjamaðurinn Peter Uihlein, var lengi vel áhugamaður nr. 1 í heiminum og er sonur Wally Uihlein, forstjóra Acushnet Company, sem m.a. á Titleist og önnur þekkt merki í golfútbúnaðinum. Peter er að fara að útskrifast frá Oklahoma State og er því að leita sér að mótaröð til þess að spila á. Hann þykir algert undrabarn í golfi og hefir spilað frá því að hann var smápatti. Uihlein, Ormsby og Oriol komu allir í hús á 68 höggum og er því með 9 högga forskot á Birgi Leif.
Þeir sem eru T-18 og á því róli að komast áfram á lokaúrtökumótið voru að spila á -1 undir pari, þ.e. 71 höggi. Því er alls ekki loku fyrir það skotið að Birgir Leifur nái þeim og nái að bæta upp slakt gengi í dag, á næstu 3 dögum.
Golf 1 óskar Birgi Leif alls góðs á morgun!
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Costa Ballena smellið HÉR:
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open