
Birgir Leifur á 77 höggum á 1. degi á Costa Ballena
Það gekk ekki vel hjá Birgi Leif á 1. degi 2. stigs úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina, sem fram fer nú um helgina í Costa Ballena Ocean Club nálægt Rota á Suður-Spáni. Birgir Leifur kom í hús á +5 yfir pari og er í næstneðsta sæti því 72 af 74 keppendum.
Birgir fór afar illa af stað, fékk skolla á upphafsbraut sinni 10. brautinni og síðan skramba á 14. par-3, sem margir hafa átt í vandræðum með og annan skramba á 18. braut. Á seinni 9 gekk betur, þá fékk Birgir 3 fugla en því miður líka 3 skolla og því +5 yfir pari lokaniðurstaðan.
Það eru 3 sem verma 1. sæti á Costa Ballena Q-school, allt fremur þekktir kylfingar: Spánverjinn Pedro Oriol og Ástralinn Wade Ormsby komust í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar í fyrra og hafa verið að spila á Evrópumótaröðinni í ár. Bandaríkjamaðurinn Peter Uihlein, var lengi vel áhugamaður nr. 1 í heiminum og er sonur Wally Uihlein, forstjóra Acushnet Company, sem m.a. á Titleist og önnur þekkt merki í golfútbúnaðinum. Peter er að fara að útskrifast frá Oklahoma State og er því að leita sér að mótaröð til þess að spila á. Hann þykir algert undrabarn í golfi og hefir spilað frá því að hann var smápatti. Uihlein, Ormsby og Oriol komu allir í hús á 68 höggum og er því með 9 högga forskot á Birgi Leif.
Þeir sem eru T-18 og á því róli að komast áfram á lokaúrtökumótið voru að spila á -1 undir pari, þ.e. 71 höggi. Því er alls ekki loku fyrir það skotið að Birgir Leifur nái þeim og nái að bæta upp slakt gengi í dag, á næstu 3 dögum.
Golf 1 óskar Birgi Leif alls góðs á morgun!
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Costa Ballena smellið HÉR:
- ágúst. 13. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2022)
- ágúst. 13. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Ben Hogan og Garðar Rafn Halldórsson – 13. ágúst 2022
- ágúst. 13. 2022 | 15:00 Evróputúrinn: Haraldur Franklín á -1 á ISPS Handa World Inv. e. 3. dag
- ágúst. 12. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birgit Henriksen – 12. ágúst 2022
- ágúst. 11. 2022 | 18:00 GSÍ: Fjöldi kylfinga á Íslandi aldrei verið meiri
- ágúst. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Helga Laufey Guðmundsdóttir – 11. ágúst 2022
- ágúst. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ellý Steinsdóttir – 10. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erna Elíasdóttir —– 9. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge