
Birgir Leifur á 77 höggum á 1. degi á Costa Ballena
Það gekk ekki vel hjá Birgi Leif á 1. degi 2. stigs úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina, sem fram fer nú um helgina í Costa Ballena Ocean Club nálægt Rota á Suður-Spáni. Birgir Leifur kom í hús á +5 yfir pari og er í næstneðsta sæti því 72 af 74 keppendum.
Birgir fór afar illa af stað, fékk skolla á upphafsbraut sinni 10. brautinni og síðan skramba á 14. par-3, sem margir hafa átt í vandræðum með og annan skramba á 18. braut. Á seinni 9 gekk betur, þá fékk Birgir 3 fugla en því miður líka 3 skolla og því +5 yfir pari lokaniðurstaðan.
Það eru 3 sem verma 1. sæti á Costa Ballena Q-school, allt fremur þekktir kylfingar: Spánverjinn Pedro Oriol og Ástralinn Wade Ormsby komust í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar í fyrra og hafa verið að spila á Evrópumótaröðinni í ár. Bandaríkjamaðurinn Peter Uihlein, var lengi vel áhugamaður nr. 1 í heiminum og er sonur Wally Uihlein, forstjóra Acushnet Company, sem m.a. á Titleist og önnur þekkt merki í golfútbúnaðinum. Peter er að fara að útskrifast frá Oklahoma State og er því að leita sér að mótaröð til þess að spila á. Hann þykir algert undrabarn í golfi og hefir spilað frá því að hann var smápatti. Uihlein, Ormsby og Oriol komu allir í hús á 68 höggum og er því með 9 högga forskot á Birgi Leif.
Þeir sem eru T-18 og á því róli að komast áfram á lokaúrtökumótið voru að spila á -1 undir pari, þ.e. 71 höggi. Því er alls ekki loku fyrir það skotið að Birgir Leifur nái þeim og nái að bæta upp slakt gengi í dag, á næstu 3 dögum.
Golf 1 óskar Birgi Leif alls góðs á morgun!
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Costa Ballena smellið HÉR:
- janúar. 15. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sirrý Hallgríms ——- 15. janúar 2021
- janúar. 15. 2021 | 09:00 PGA: 3 efstir & jafnir e. 1. dag Sony Open
- janúar. 15. 2021 | 08:00 Angel Cabrera handtekinn af Interpol í Brasilíu
- janúar. 14. 2021 | 20:49 Svar Kevin Kisners við því hvort hann geti sigrað hvar sem er
- janúar. 14. 2021 | 20:00 PGA: Pebble Beach mótið spilað án áhugamannanna vegna Covid
- janúar. 14. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Henriksen og Gunnar Smári Þorsteinsson – 14. janúar 2021
- janúar. 14. 2021 | 10:00 GSÍ: Reglur varðandi framkvæmd æfingar og keppni á Covid tímum
- janúar. 14. 2021 | 08:00 GR: Þórður Rafn nýr íþróttastjóri GR! Haukur Már kemur inn í þjálfarateymið!
- janúar. 14. 2021 | 07:00 LPGA: Yealimi Noh, meðal þeirra sem eru nýliðar aftur 2021!
- janúar. 13. 2021 | 18:00 PGA: Áhorfendum fækkað á Phoenix Open og grímuskylda!
- janúar. 13. 2021 | 16:30 Áskorendamótaröð Evrópu: Mótum í S-Afríku frestað
- janúar. 13. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðjón Frímann Þórunnarson – 13. janúar 2020
- janúar. 13. 2021 | 13:00 Evróputúrinn: Boðskortin á Sádí International
- janúar. 13. 2021 | 10:00 Sonur Gary Player hvetur föður sinn til að skila Trump frelsisorðunni
- janúar. 13. 2021 | 08:00 Vegas með Covid