Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2014 | 10:45

Birgir Björn úr leik á Spáni

Birgir Björn Magnússon, GK, tók þátt í  Spanish International (U18) Stroke Play Championship á Hacienda del Alamo vellinum nálægt Murcia, á Spáni.

Mótið stendur dagana 4.-7. september 2014. Þátttakendur eru 83.

Birgir Björn lék samtals á 18 yfir pari, 234 höggum (84 73 77) og hafnaði í 68. sæti.

Skorið var niður eftir 3. hring og komust aðeins 50 efstu og þeir sem voru jafnir í 50. sætinu áfram, en niðurskurður var miðaður við 12 yfir pari.

Birgir Björn er því úr leik – aðeins munaði 6 höggum að hann kæmist gegnum niðurskurð og fengi að leika lokahringinn, sem spilaður verður í dag.

Sjá má stöðuna eftir 3. dag á Spanish International (U18) Stroke Play Championship á Hacienda del Alamo með því að  SMELLA HÉR: