Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2015 | 08:00

Birgir á 68 en úr leik

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, átti flottan 4. hring á lokaúttökumótinu á PGA Catalunya golfvellinum á Spáni.

Þann besta á úrtökumótinu til þessa, 2 undir pari, 68 högg, fékk 1 örn, 3 fugla, 1 skolla og 1 skramba.

En hann er engu að síður úr leik. Aðeins 78 efstu fengu að halda áfram og spila lokahringina 2 á lokaúrtökumótinu.

Samtals lék Birgir Leifur á 3 yfir pari (74 72 73 68).

Til þess að sjá stöðuna á PGA Catalunya eftir 4. hring SMELLIÐ HÉR: