Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2011 | 23:30

Birgi Leif gekk vel í dag í Plantation – spilaði á 67 höggum á 2. degi úrtökumótsins

Birgi Leif Hafsteinssyni gekk flest í haginn á 2. degi 2. stigs úrtökumóts á PGA mótaröðina í Plantation í Flórída. Birgir Leifur spilaði á 67 höggum, í dag. Þegar mótið er hálfnað deilir Birgir Leifur 34. sætinu ásamt 2 öðrum, samtals á -5 undir pari, samtals á 137 höggum (70 67). Birgir fékk 6 fugla á hringnum en aftur á móti slæman skramba á par-4, 8. brautinni. HEFÐI Birgir Leifur ekki fengið skrambann heldur spilað á pari HEFÐI hann deilt 23. sætinu með nokkrum öðrum og verið nær markmiði sínu að vera í hópi þeirra 20, sem komast í gegnum 2. stigið og spila á lokaúrtökumótinu í Flórída í desember.  En það er endalaust hægt að ergja sig á HEFÐI-hugsunum – betra að einbeita sér að verkefninu sem framundan er!

Golf 1 óskar Birgir Leif góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á úrtökumótinu smellið HÉR: