Stofnendur LPGA: Á mynd í efri röð frá vinstri eru: Betsy Rawls, Helen Hicks, Betty Hicks, Marilyn Smith, Marlene Bauer, Betty Jameson, Sally Sessions frá Muskegon (með skyggni) og (neðri röð f.v.) Patty Berg, Bettye Danoff, Alice Bauer, Babe Zaharias, Louise Suggs, Helen Dettweiler og Shirley Spork.
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 23. 2011 | 08:00

Bettye Danoff – einn stofnenda LPGA látin – 88 ára að aldri

Bettye Danoff, einn af 13 stofnendum LPGA Tour er látin. Hún varð 88 ára.  Danoff lést í gær í Texas.

Bettye Danoff

Bettye, sem var aðeins 1,57 á hæð og varla 45 kg hlaut viðurnefnið  „Mighty Mite“ og var fyrsta amman til þess að spila á túrnum. Hún fæddist 21. maí 1923.  Fyrir stofnun LPGA vann hún Babe Zaharias 1-0 í holukeppni sem áhugamaður á lokahring  Texas Women’s Open, árið 1947 og batt þar með endi á sigurgöngu Zaharias sem hafði unnið 17 mót í röð fram að því.

Danoff  sigraði 4 sinnum í röð Dallas Women’s Golf Association Championship á árunum 1945-48, og kvennamót  Texas PGA árin 1945 og 1946 og Texas Women’s Amateur árin 1947 og 1948. Þessi litla, mjóa kona frá Texas spilaði líka í golfsýningum, sem áhugamaður með PGA stjörnunni Byron Nelson á árunum í kringum 1940.

„Bettye skipti sköpum í golfheiminum – og við öll erum lifandi sönnun þess,“ sagði framkvæmdastjóri LPGA Mike Whan. „Vegna hugrekkis hennar og framsýni og trúar margra annarra sem fylgdu stofnendum okkar, njótum við þeirra forréttinda að taka þátt í frábærum leik og viðskiptunum í kringum hann.“

Danoff ferðaðist á túrnum með dætrum sínum Kaye, Janie og Debbie.

„Ég man að við ferðuðumst með henni á 5 mótum í röð meðan hún spilaði,“ sagði dóttir hennar, Debbie Bell. „Hún var oft pirruð vegna þess að hún varð að finna vini eða fólk til að passa okkur meðan að hún keppti.“

Ættarnafn Bettye fyrir giftingu var Mims. Hún byrjaði að spila golf 6 ára þegar foreldrar hennar opnuðu æfingabása og 9 holu golfvöll. Þessi golfvöllur Sunset Golf Center í Grand Prairie, Texas,er enn í eigu Mims’ fjölskyldunnar.

Danoff  og aðrir stofnendur LPGA voru heiðraðir árið 2000 og hlutu the Commissioner’s Award. Á síðasta ári hleypti LPGA af stokkunum móti í minningu stofnenda mótaraðarinnar: LPGA Founders Cup í Phoenix.

Eiginmaður Bettye Danoff, Dr. Clyde Walter Danoff, dó árið 1961.