Besti kylfingur heims … sem fæstir hafa heyrt um
Því má halda fram að sænski kylfingurinn Alex Norén, sé besti kylfingur ársins 2016; jafnvel betri en nr. 1 á heimslistanum Jason Day og Dustin Johnson. Betri en Rory McIlroy eða landinn Henrik Stenson. Eða jafnvel Jordan Spieth. Alex er bestri en þeir allir 2016.
Er hann heitasti kylfingurinn á jörðinni nú?
„Það er gott að einhverjum finnst það vegna þess að mér finnst það svo sannarlega ekki,“ segir Norén. „Golf er erfiður leikur og ég hef átt svo mikið af lægðum – líkt og aðrir sem spila golf – þannig að maður kann að meta það þegar vel gengur.“
„Þetta er bara góður kafli en ég er stressaður í þessari viku – líkt og í öllum vikum – en það er augljóslega gott að gengið hefir vel í nokkrum mótum þar sem það byggir upp sjálfstraustið. Ég lít hins vegar ekki á mig sem heitasta kylfing á hnettinum.„
En ef maður lítur á tölfræðina þá tala niðurstöður Norén sínu máli. Í byrjun ársins 2015 var hann nr. 654 á heimslistanum og jafnvel utan við topp-100 um miðbik þessa árs en nú er hann dottinn inn á topp-10 er í 9. sæti og enn á uppleið.
Hann hefir sigrað í 4 mótum árið 2016 – meira en nokkur þeirra sem eru á topp-5 heimslistans – en engu að síður vakti varla athygli þegar hinn 34 ára Svíi (Norén) kom til Melbourne á heimsbikarinn; en nöfn á borð við Scott, Fowler og Matsuyama eru á allra vörum.
„Allir hafa verið að segja mér að ég þurfi bara að koma boltanum í leik og Alex muni sjá um afganginn,“ sagði David Lingmerth, sem er liðsfélagi Norén í heimsbikarnum á Kingston Heath.
Ekki er ólíklegt að Norén, sem spilar að mestu á Evróputúrnum, muni eiga nokkur mót í Bandarikjunum 2017. Hann býr í Monaco og ferðast um allra Evrópu.
Bandarískum fréttamönnum finnst sænski hreimur Norén heillandi en Lingmerth, sem ólst upp í Bandaríkjunum talar ensku lýtalust.
„Við höfum ekki séð mikið af hvor öðrum [nú að síðustu],“ sagði Lingmerth. „Við vorum ekki að spila á sömu mótunum þegar við vorum að alast upp. Við erum hvor öðrum óskrifað blað – eigum engar slæmar minningar – við kynnumst eflaust þessa viku og skemmtum okkur.„
Þeir verða m.a. að venjast hinum þrælerfiða Kingston Heath velli.
„Þetta er svolítið eins og að spila golf í Skotlandi – svolítið ‘linksy’ – með hörðum brautum og flötum,“ sagði Lingmerth.
„Mér finnst eins og í Skotlandi sé hægt að missa hann aðeins til hægri eða vinstri og enda í röffinu og enn eiga sjéns. En hér þá er virkilega erfiðir staðir í röffinu, sem gleypir boltana og þeir hreinlega týnast.“
„Þetta minnir svolítið á skoskt golf með aðeins betra veðri.„
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
