Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2015 | 15:59

Bergur Konráðs fékk ás!

Bergur Konráðsson, landskunnur kírópraktor og meðlimur í GKG, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á fyrstu braut græna vallarins á La Sella á Spáni.

Bergur var þarna í foreldrahópi afrekskylfinga GKG og náði draumahögginu á þessari erfiðu braut með 3-járni.

Höggið var slegið af 175 metra færi, uppí móti og á móti smá golu.

Golf 1 óskar Bergi til hamingju með ásinn!