Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2015 | 11:00

Berglind tekur þátt í Austrian International Ladies’ Amateur Championship

Berglind Björnsdóttir, GR tekur þátt í Austrian International Ladies’ Amateur Championship.

Mótið hefst í dag 11. september 2015, í Gut Altentann golfklúbbnum, en keppnisvöllurinn er hannaður af Jack Nicklaus.

Völlurinn er reyndar sá fyrsti, sem Nicklaus hannaði í Evrópu og komast má inn á heimasíðu þessa glæsilega golfklúbbs með því að SMELLA HÉR: 

Keppendur eru 49.

Fylgjast má með gengi Berglindar í mótinu með því að SMELLA HÉR: