Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2015 | 19:00

Berglind í 6. sæti á Finnish Amateur Championship

Berglind Björnsdóttir, GR, tók þátt í Finnish Amateur Championship.

Mótið fór fram dagana 20.-22. ágúst og lauk því í dag.

Berglind náði þeim stórglæsilega árangri að landa 6. sætinu af u.þ.b. 40 þátttakendum í kvennaflokki, en keppt var í kvenna- og karlaflokki í mótinu.

Berglind lék á samtals 13 yfir pari, 226 höggum (74 78 74).

Sjá má lokastöðuna á Finnish Amateur Championship með því að SMELLA HÉR: