Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2018 | 21:00

Belgía sigraði á ISPS Handa World Cup

Það var liðstvennd Belga sem stóð uppi sem sigurvegarar á ISPS Handa World Cup.

Hana skipuðu nafnarnir Thomas Pieters og Thomas Detry.

Sigurskor Pieters og Detry var 23 undir pari, 265 högg (63 71 63 68).

Þetta er fyrsti sigur Belga í heimsbikarnum.

Í 2. sæti urðu liðstvenndir annars vegar heimamanna, Ástrala, skipuð Marc Leishman og Cameron Smith og hins vegar liðstvennd Mexíkó skipuð Abraham Ancer og Roberto Diaz; en báðar liðstvenndir voru 3 höggum á eftir Pieters og Detry á samtals  20 undir pari, 268 höggum; Ástralía (62 76 65 65) og Mexíkó (67 70 65 66).

Fjórða sætinu deildu síðan liðstvenndir Danmerkur og Kanada, báðar á 17 undir pari.

Mótið fór fram í Metropolitan golfklúbbnum í Melbourne, Ástralíu, dagana 22.-25. nóvember og lauk því í dag.

Til þess að sjá lokastöðuna á ISPS Handa World Cup SMELLIÐ HÉR: