Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 9. 2015 | 11:00

BBC gæti misst einkarétt sinn á sendingum frá Opna breska

R&A er að velta fyrir sér hvort hverfa eigi frá einkarétti BBC á fréttaflutningi frá Opna breska risamótinu, en BBC hefir haft þann einkarétt í yfir 50 ár en samningur BBC rennur út á næsta ári 2016.

Útboð er í gangi á réttinum s.s. fram kemur í  the Daily Telegraph, the Royal & Ancient’s commitment to keeping the showpiece event on the BBC is wavering.

Hingað til hefir R&A staðist freistinguna að skrifa undir samning við Sky Sports en nú kynni að verða breyting á.

Aukin pressa hefir myndast á R&A að endurskoða íhaldsama afstöðu sína að veita BBC einkarétt m.a. af fjárhagslegum ástæðum, en öll hin 3 risamótin hljóta gífurlega fjármuni vegna útboða á rétti frá sýningum á þeim.

Peter Dawson, fráfarandi framkvæmdastjóri R&A hefir m.a. talað um að BBC verði að bæta umfjöllun sína frá Opna breska vegna þess að R&A hefir miklar áhyggjur af hnyggnandi prófíl og fráhvarfi manna frá því að stunda golfíþróttina.

Þegar samningur R&A við BBC var endurnýjaður, 2010, sagði Dawson m.a.: „Þeir [þ.e. forsvarsmenn BBC] vita að við fylgjumst með þeim. Þeir verða að halda sérvið og fylgjast með framförum í tækni.“