Barkley: „Tiger ekkert fyrir að sósíalisera“
Fyrum NBA MVP og núverandi golffréttaskýrandi TNT fréttamiðilsins, gamla körfuboltahetjan, Charles Barkley, segir oftast það sem honum liggur á hjarta og er sjaldnast að skafa af því og er reyndar hrikalega beinskeyttur stundum.
Það nýjasta er að honum finnst Tiger ekkert fyrir að blanda geði við aðra m.ö.o. Tiger er ekkert fyrir að sósíalisera.“
Í Mike Missanelli Show á útvarpsstöðinni 97,5 FM í Filadelfíu í gær var Barkley spurður að því að einhverjum sem hringdi inn hvort hann væri enn vinur Tiger.
„Við erum ekki vinir lengur,“ svaraði Barkley, áður en hann fór í fremur langdregnar vangaveltur um það hvort nokkur þekkti í raun Tiger.
Barkley svaraði þeirri staðhæfingu Missanelli að Tiger hefði fjarlægst afganginn af samfélaginu svo: „Nú ég held að þegar maður er eins frábær og hann var þá sé það líklega neikvætt á einhverju stigi; hann var svo upptekinn af því að vera besti kylfingur allra tíma að hann var ekkert mjög að blanda geði við aðra. Jafnvel þegar hann var vinur minn var hann ekkert mikið fyrir að sósíalisera, þ.e. vera í sambandi. Hugur hans stefndi bara á eitt. Hann vildi slá met Jack Nicklaus.„
Barkley bætti við: „Golf er bara leikur. Lífið er ekki slæmt…. En ég held að þegar maður setur sjálfan sig í þá stöðu að allt snýst bara um hvernig manni gengur á golfvellinum, þá verður maður neikvæður; í stað þess að segja: „ég hef það í raun ágætt,“ þá fer það í „Ó Guð minn. Lífið er leiðinlegt. Það er allt svo hræðilegt.“
Barkley og Tiger voru vinur en hættu að tala saman þegar Tiger lenti í árekstrinum og framhjáhaldsskandal sínum í nóvember 2009 og þetta er ekki í eina skipti sem Barkley hefir verið gagnrýninn á fyrrum vin sinn Tiger.
Árið 2011 sagði Barkley í Mike Lupica Show í New York: „Maður telur einhvern vin sinn. Maður talar við hann einu sinni í viku í 15 ár. Maður telur að þessi náungi sé vinur manns, maður gerir hluti saman og skemmtir sér,“ sagði Barkley. „En nú hef ég ekki talað við hann (Tiger) í 2 ár og ég velti fyrir mér hvað sé á seiði.“
„Ég er bara í sömu stöðu og allir aðrir og velti fyrir mér; hvað í ósköpunum er á seiði? Ég er sorgmæddur ef satt skal segja. Maður veltir fyrir sér hver sé í kringum hann, hver ver hann, hver vill það besti fyrir hann en ekki eitthvað af honum. Ég veit ekki hvers vegna við höfum ekki talast við í nokkur ár.“
Barkley hefir neitað því að hann og Michael Jordan hafi haft neikvæð áhrif á Tiger á yngri árum. En hann hefir líka oft haft á orði, bæði meðan þeir Tiger voru vinir og eftir það, að sér finnist bæði Tiger og Jordan nískir (þ.e. ekki bara á sig heldur líka peningalega séð). Þ.e. Barkley hefir gagnrýnt þá báða opinberlega, þannig að er kannski nokkur furða að Tiger vilji ekki umgangast Barkley, þegar „vinur hans“ er alltaf að gagnrýna hann? Sjá komment Barkley á að Jordan og Tiger séu nískir með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
