Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2013 | 03:30

Barði kylfusvein sinn í höfuðið

Nguyen Duc Son, forstjóri hins ríkisrekna Hanoi MTV húsaþróunar og framkvæmda fyrirtækis, hefir verið  settur á bannlista í Víetnam og fær ekki að leika á golfvöllum þar í 1 ár fyrir að slá kaddýinn sinn með golfkylfu í höfuðið.

Klúbbhús Tam Dao

Klúbbhús Tam Dao

„Það er ekki hægt að líða hegðun hans,“ sagði Doan Manh Giao, formaður víetnamska golfsambandsins.

„Það urðu margir ti að styðja ákvörðun okkar.“

Atvikið átti sér stað 13. september s.l. á Tam Dao golfvellinum, sem er mjög vinsæll golfvöllur meðal ríkisstarfmanna og viðskiptajöfra í Hanoi, Víetnam.

Son, sem er félagi í kommúnistaflokki Hanoi, sló hinn 28 ára Truong Tien Cong í höfuðið eftir að Cong sagði honum frá því að hann hefði misst 13. holuna, sagði í staðbundnum fréttaveitum.

Son féllst á að greiða fyrir læknis- og sjúkrahúskostnað Cong.