Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 8. 2015 | 11:00

Barbara Nicklaus hlaut USGA Bob Jones viðurkenninguna

Eiginkona Gullna Bjarnarins, Jack Nicklaus þ.e. Barbara Nicklaus var heiðruð af bandaríska golfsambandinu USGA) í gær, miðvikudaginn 7. janúar 2014.

Viðurkenningin er veitt árlega þeim einstaklingi sem hefir sýnt íþróttamannslegan anda, persónulegan karakter og virðingu fyrir golfleiknum, svipuðum þeim sem Jones, sigurvegari 9 USGA meistaramóta sýndi.

„Vá! Maður verður virkilega auðmjúkur af að hljóta þennan heiður!“ sagði Barbara Nicklaus þegar henni voru færðar fréttirnar. „Bandaríska golfsambandið (USGA) hefir verið hluti af lífi okkar Jack  frá því við vorum táningar og við höfum alltaf virt og emtið framlög þeirra og áhrif á þennan frábær leik, golfið. Að hljóta þennan heiður, sem ber nafn manns sem hafði þvílík djúp áhrif á fjölskyldu okkar er ein af þeim merkingarfyllstu viðurkenningum sem ég hef verið svo lánsöm að hljóta.“

„Golfið hefir ekki aðeins veitt okkur ótrúlegt líf það hefir einnig veitt okkur færi á að skipta sköpum í lífi ungra drengja og telpna og fjölskyldnanna sem elska þau. (Innskot: En Barbara hefir beitt sem mjög í barna- og unglingastarfi bandaríska golfsambandsins og hlýtur heiðurinn m.a. þess vegna)  Ég held ekki að lífsverk okkar gæti jafnast á við eða endurgoldið það sem leikurinn hefir gefið okkur.  Ég þakka USGA, umsjónarmönnum þessa yndislega leiks fyrir þessa góðsemd og virðingu sem þeir veita mér.“

Barbara Nicklaus hefir verið óþreytandi í vinnu sína í meira en 1/2 öld í barna-og unglingastarfi þ.á.m. hefir hún veitt styrki í gegnum  Barbara and Jack Nicklaus Junior Golf Endowment Fund, sem styður við barna- og unglingaprógrömm staðbundið á ríkja og sambandríkjastigi í bandaríkjunum.  Barbara er einnig í forsvari fyrir Nicklaus Children’s Health Care Foundation, sem hefir veitt meira en  $32 milljónum til barna- og unglinga frá árinu 2004.

Aðrir sem hlotið hafa viðurkenningu USGA eru m.a.  eiginmaður Barböru Jack (1975), Francis Ouimet (1955), Babe Didrikson Zaharias (1957), Arnold Palmer (1971), Ben Hogan (1976), Annika Sörenstam (2012) og Payne Stewart (2014).

Barbara mun hljóta heiðursviðurkenningu USGA vikuna sem Opna bandaríska fer fram, þ.e. 15.-21. júní  í  Chambers Bay fyrir utan Seattle.