Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2011 | 14:00

Barack Obama spilar golf í Hawaii

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, spilaði golf s.l. mánudag (14. nóvember 2011) á Mamala Bay golfvellinum, rétt hjá sameinuðu herstöðvunum Pearl Harbor-Hickham, á Hawaii. Með honum í holli voru starfsmenn Hvíta hússins, Marvin Nicholson og Pete Selfridge og æskuvinur Obama, Robert „Bobby” Titcomb, frá Oahu. Obama var í Hawaii á fjáröflunarsamkomu, en hélt þaðan til Ástralíu og Indónesíu. Hann er á 9 daga ferðalagi, sem lýkur sunnudaginn 20. nóvember, þegar hann snýr aftur til Washington. Forsetafrú Bandaríkjanna, Michelle Obama, er einnig með honum í ferðinni.  Forsetinn ætlar að reyna, auk skyldustarfa sinna þessa 9 daga, að hvíla sig aðeins eftir fremur annasama 3 daga á Asia-Pacific Economic Cooperation ráðstefnunni og því er golf vafið inn í dagskrá hans.

Heimild: The Star Advertiser