Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2017 | 18:00

Barack Obama spilar golf ásamt Stephen Curry og Jordan Spieth

Stórkylfingurinn Jordan Spieth tók golfhring með körfuboltakappanum Stephen Curry og bróður hans Seth og eins fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Barack Obama.

Með þeim á hringnum voru einnig forstjóri Under Armour í Bandaríkjunum Kevin Plang og Jonnie West, sonur framkvæmdastóra Warriors, Jerry West.

Seth, bróðir Stephen Curry, kallaði golfhringinn í þessum mæta félagsskap, „einu sinni á ævinni“ upplifun.

Spieth setti mynd af hollinu inn á Instagram.

Það sem vakti athygli flestra var að allt hollið var í flottum hvítum íþróttakóm, ja allir nema Stephen Curry, sem virðist ekki hafa fengið skilaboðin um að allir ætluðu að vra í hvítum skóm þennan dag!