Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2019 | 09:00

Bandríska háskólagolfið: Vikar & félagar luku keppni í 12. sæti á Little Rock Classic

Vikar Jónasson, GK og félagar í Southern Illinois háskóla tóku þátt í Little Rock Classic háskólamótinu.

Mótið fór fram dagana 20.-22. október sl. og voru þátttakendur 87 frá 15 háskólum.

Vikar lauk keppni á samtals 12 yfir pari, 226 höggum (76 76 76) og varð T-54 í einstaklingskeppninni. Hann var á 3. besta skorinu af liðsfélögum sínum.

Lið Southern Illinois varð í 12. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Little Rock Classic með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Vikars og félaga er 1. nóvember n.k. á Hawaii.