Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2018 | 18:45

Bandaríska háskólagolfið: Frábært!!! Ragnhildur lauk leik T-10 í Flórída

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu í Eastern Kentucky University luku keppni á Amelia Island í Flórída í dag.

Ragnhildur varð T-10!!! – Heildarskor hennar 6 yfir pari, 222 högg (79 72 71). Frábær árangur þetta hjá Ragnhildi!!!

Eins og sjá má fór leikur hennar sífellt batnandi eftir því sem leið á mótið.

Eastern Kentucky, lið Ragnhildar, varð í 10. sæti af 15 háskólaliðum sem þátt tóku.

Til þess að sjá lokastöðuna á Amelia Island Collegiate mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót Ragnhildar er 5. mars í Flórída.