Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2022 | 20:58

Bandaríska háskólgolfið: Sverrir á besta skori Appalachian á Seahawk Intercollegiate

Sverrir Haraldsson og félagar tóku þátt í UNCW Seahawk Intercollegiate háskólamótinu.

Mótið fór fram dagana 27.-28. mars í CC of Landfall í Wilmington, N-Karólínu.

Þátttakendur voru 82 frá 14 háskólum.

Sverrir lauk keppni T-28 í einstaklingskeppninni á skori upp á 5 yfir pari, 221 högg (73 74 74).

Appalachian varð í 9. sæti í liðakeppninni.

Sjá má umfjöllun um Sverrir á heimasíðu Appalachian með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Sverris og félaga er 2.-3. apríl í N-Karólínu.