Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2019 | 19:00

Bandaríska háskólagolfið: Viktor Ingi T-3 e. 1. dag Prairie Club Inv.

Viktor Ingi Einarsson, GR og félagar í University of Missouri (MiZZOU) að taka þátt í Prairie Club Invitational.

Mótið fer fram dagana 29.-30. september og lýkur því á morgun og þátttakendur 42 frá 7 háskólum.

Mótsstaður er Dunes völlurinn í Valentine, Nebraska.

Viktor Ingi er T-3 eftir 1. dag en hann lék 1. hring á sléttu pari, 73 höggum.

Sjá má stöðuna á Prairie Club Invitational með því að SMELLA HÉR: