Vikar Jónasson, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2019 | 18:30

Bandaríska háskólagolfið: Vikar við keppni í Flórída

Vikar Jónasson, GK og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu í South Illinois University eru við keppni á Florida Gators Inv.

Spilað er á Mark Bostick golfvellinum í Gainesville, Flórída dagana 16.-17. febrúar 2019 en mótinu, en 3. og síðasti hringur stendur nú yfir.

Vikari og liði hans er ekki að farnast vel en South Illinois University er í 14. sæti af 15. háskólaliðum sem þátt taka.

Vikar er sem stendur í einu af neðstu sætunum í einstaklingskeppninni þ.e. 80. sætinu, en þátttakendur eru 86.

Sjá má stöðuna í Florida Gators Invitational með því að SMELLA HÉR: