Tumi Kúld Arinbjörnsson. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2018 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Tumi og félagar luku keppni í 12. sæti

Tumi Hrafn Kúld, GA og félagar í Western Carolina University (WCU) tóku þátt í Hummingbird Intercollegiate háskólamótinu, sem fram fór 2.-3. október, í Country Club of Sapphire Valley í N-Karólínu og lauk í gær.

Þátttakendur voru 84 frá 16 háskólum.

Tumi Hrafn lék á samtals 10 yfir pari, 223 höggum (70 75 78) og varð T-67 þ.e. deildi 67. sætinu með 4 öðrum kylfingum.

Lið Tuma, WCU lauk keppni í 12. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna í Hummingbird Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Tuma og félaga verður haldið 14.-16. október n.k.