Tumi Hrafn spielt mit WCU
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2018 | 14:00

Bandaríska háskólagolfið: Tumi og félagar í WCU við keppni – Fylgist m/HÉR

Tumi Kúld og félagar hans í Western Carolina University (WCU) eru þessa stundina við keppni á Quail Valley Collegiate mótinu.

Þátttakendur eru 80 frá 16 háskólum.

Keppt er á Vero Beach í Flórída.

Tuma gengur fremur illa sem stendur er í 77. sæti af 80 keppendum og átti erfiða byrjun þegar hann fékk heil 12 högg á par-5 10. holu keppnisvallarins, sem var 1. hola lokahrings hans.

Lið WCU er í 16. og síðasta sæti í liðakeppninni.

Fylgjast má með lokahring Tuma og félaga með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Tuma og WCU er 4. nóvember n.k.