Tumi Hrafn spielt mit WCU
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2018 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Tumi Kúld frábær í 1. móti sínu

Tumi Hrafn Kúld spilar með golfliði Western Carolina University (WCU) í bandaríska háskólagolfinu.

Hann tók þátt í fyrsta móti sínu fyrir háskólalið sitt, sem var Invitational at the Ocean Course.

Mótið fór fram 9.-10. september á Ocean Course á Kiawah Island í Suður-Karólínu og lauk því í gær.

Tumi Hrafn lék á 1 yfir pari, 73 höggum – báða dagana.  Tumi Hrafn varð T-10 af 81 keppanda í mótinu.

Farið var fögrum orðum um frumraun Tuma Hrafns í bandaríska háskólagolfinu á vefsíðu WCU, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: 

Lið WCU varð í 14. og síðasta sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Invitational at the Ocean Course með því að SMELLA HÉR: