Tumi Hrafn spielt mit WCU
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2017 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Tumi Hrafn skrifar undir samning v/WCU

Tumi Hrafn Kúld, afrekskylfingur úr GA skrifaði í dag undir samning við Western Carolina University og mun spila með golfliði háskólans næstu 4 ár.

Á facebook síðu sína ritaði Tumi Hrafn:

Skrifaði undir samning í dag við Western Carolina háskólann í Norður Karólínu, fjögurra ára háskólanám þar sem ég get einnig æft og spilað golf verður ruglað ævintýri.“

Tumi Hrafn er m.a. og Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki á Íslandsbankamótaröðinni 2014 og 2015; Kylfingur ársins hjá GA 2016 og hefir sigrað á Eimskipsmótaröðinni.

Golf 1 óskar Tuma Hrafni innilega til hamingju með samninginn!!!